Eigandinn
Eigandinn
Eigandinn
Eigandinn

Við erum trú hlutverki okkar og framfylgjum stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu. Við styðjum samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið.

Rekstur
Eigandinn
Rekstur

Stór hluti tekna ÁTVR er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs, í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 30.780 milljónum króna, en var 26.228 milljónir króna árið 2019. Alls nam arður ÁTVR til ríkissjóðs 1.000 milljónum króna.

1. janúar voru gerðar breytingar á áfengisgjöldum. Gjöldin hækkuðu um 2,5% á alla flokka, það er bjór, léttvín og sterkt áfengi. Á sama tíma hækkaði tóbaksgjald á vindlinga, vindla og neftóbak um 2,5%.

Hagnaður
Eigandinn
Hagnaður og sölutölur

Hagnaður ÁTVR var 1.821 milljónir króna, í samanburði við 1.056 milljónir króna árið 2019. Rekstrartekjur ársins voru 44.904 milljónir króna og hækkuðu um 21% á milli ára. Rekstrargjöld námu 42.973 milljónum króna, þar af var vörunotkun 38.052 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2.206 milljónir króna, eða 4,9% miðað við 3,7% á fyrra ári. Arðsemi eiginfjár á árinu var 28,4%.

Beint efnahagslegt virði sem er skapað og dreift

Tölur í sviga sýna 2019.

Hagnaður
1.821
milljónir króna
Arður til ríkissjóðs
1.000
milljónir króna
Sala áfengis
Eigandinn
Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 34.636 milljónir króna án vsk. og hækkuðu um 27% milli ára. Alls voru seldir 26,8 milljónir lítra af áfengi. Sala ársins var 18,3% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala jókst í öllum flokkum, í léttvíni, sterku áfengi og bjór. Mest var aukningin í sölu á léttvíni eða 26,5%.

viskiptavinur_flaska-1620x1200.jpg
Sala tóbaks
Eigandinn
Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks voru 10.077 milljónir króna án vsk. og jukust um 5% milli ára. Sala á neftóbaki dróst saman um tæplega 45% en jókst í öðrum flokkum. Sala á sígarettum jókst um 8,6% eftir samdrátt undanfarin ár.

Neftóbak
25
tonn seld
Sala á sígarettum
8,6%
aukning
Breyting á sölu áfengis 2019 - 2020
Breyting á sölu tóbaks 2019 - 2020
Framkvæmdir
Eigandinn
Framkvæmdir í Vínbúðum

Ýmsar framkvæmdir voru í Vínbúðum á árinu. Þær helstu eru að Vínbúðirnar í Mosfellsbæ, á Þórshöfn og á Blönduósi fluttu í stærra og betra húsnæði. Vínbúðirnar á Reyðarfirði og Djúpavogi voru endurnýjaðar og stækkaðar. Unnið var að endurbótum í Vínbúðinni í Kringlunni, þar sem settur var upp kælir. Kælir Heiðrúnar var stækkaður og vöruval jafnframt aukið. Unnið var að endurbótum á húsnæði Vínbúðarinnar á Eiðistorgi.

51
Vínbúð um allt land
14
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu
Vörudreifing
Eigandinn
Vörudreifing

Með markvissri vörustjórnun er leitað leiða til að koma vörum til Vínbúða á sem skilvirkastan hátt. Um leið er hugað að því að lágmarka umhverfisáhrif flutninga. ÁTVR dreifir vörum með eigin bifreiðum á höfuðborgarsvæðið, til Akraness, Borgarness, Reykjanesbæjar, Grindavíkur og í sex Vínbúðir á Suðurlandi; Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Flúðir, Hellu og Hvolsvöll. Aðrir flutningar eru boðnir út.

Til að auðvelda orkuskipti eigin bíla og hvetja starfsfólk til að nýta sér rafmagnsbíla þá hafa verið settar upp 22 hleðslustöðvar á Stuðlahálsi. Stöðvarnar eru aðgengilegar starfsfólki og viðskiptavinum Vínbúðarinnar Heiðrúnar.