Birgjar
Birgjar
Birgjar
Birgjar

Við leggjum áherslu á góð tengsl og samvinnu við birgja og þjónustuaðila. Við gætum jafnræðis í samskiptum og við val og dreifingu á vörum. Öflug rafræn samskipti og birgjavefur bæta þjónustu og upplýsingaflæði.

Samskipti
Birgjar
Samskipti við birgja
birgjar-1620x1200.jpg

Allir sem hafa leyfi til innflutnings áfengis geta sótt um að vörur þeirra fari í sölu í Vínbúðir. Áður en viðskipti geta hafist, þurfa birgjar að gera stofnsamning við ÁTVR. Samningurinn tekur til allra vörukaupa frá birgi og veitir jafnframt aðgang að þjónustuvef. Jafnframt kveður samningurinn á um réttarstöðu aðila á grundvelli reglugerðar um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi (Nr. 1106/2015).

Á þjónustuvef hafa birgjar yfirsýn yfir stöðu umsókna, þar geta þeir nálgast söluskýrslur og framlegðarskrá auk þess sem birtar eru almennar fréttir sem snúa að samskiptum birgja og ÁTVR. Árlega er framkvæmd viðhorfskönnun meðal birgja til að fá fram skoðanir þeirra á ýmsum þáttum.

Við úrvinnslu könnunarinnar er birgjum skipt í tvo flokka eftir veltu þeirra. Stórir birgjar, þeir sem hafa yfir 200 milljónir króna viðskipti á ársgrundvelli við ÁTVR, og minni birgjar, þeir sem eru með viðskipti undir þeirri upphæð. Almennt eru stærri birgjar ánægðari en þeir minni. Niðurstöðurnar eru rýndar um leið og leitað er leiða til að bæta samskipti og þjónustu.

Heildaránægja birgja með ÁTVR lækkaði á milli ára. Hún er núna, á skalanum 1-5, 3,68 en var 3,88. Birgjar eru almennt nokkuð ánægðir með upplýsingagjöf ÁTVR og svara 65% þeirra að þeir séu mjög eða frekar ánægðir. Þjónusta einstakra deilda fær almennt góða einkunn og innkaupadeildin sem að jafnaði er í mestum samskiptum við birgja fær góða einkunn, 79% eru ánægðir með þjónustu deildarinnar. Þær áskoranir sem ÁTVR stendur jafnan frammi fyrir, í samskiptum við birgja, er að tryggja hlutleysi við ákvarðanir. Það á jafnt við um val, innkaup, dreifingu og framstillingu vöru. Aðspurðir í birgjakönnun telur meirihluti birgja eða 55% að reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu á áfengi tryggi hlutleysi gagnvart birgjum, 22% voru hlutlausir og 2% telja að reglugerðin tryggi ekki hlutleysi.

Birgjar hafa aðgang að sérstökum þjónustuvef sem er í stöðugri þróun.

79%
ánægðir með þjónustu innkaupadeildar
67%
innlendur bjór
65%
birgja ánægðir með ÁTVR